Stofnfundur í Fjallabyggð
sksiglo.is | Almennt | 18.10.2011 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 617 | Athugasemdir ( )
Síðastliðið föstudagskvöld voru stofnfundir hjá kvæðamannafélagi og
dansfélagi í Fjallabyggð. Stofnun þessara félaga bar upp á 150 ára
fæðingarafmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar og var liður í því að halda
daginn hátíðlegann.
Áhugamenn um kvæðamennsku og dans komu saman í Þjóðlagasetri sr. Bjarna, fjölluðu um lög og starfsemi félaganna og kusu sér stjórn til að leiða starfsemina.




Texti: Guðrún Ingimundardóttir
Myndir: GJS
Áhugamenn um kvæðamennsku og dans komu saman í Þjóðlagasetri sr. Bjarna, fjölluðu um lög og starfsemi félaganna og kusu sér stjórn til að leiða starfsemina.
Oddbjörn Magnússon var kosinn
formaður dansfélagsins og meðstjórnendur Þórdís Pétursdóttir og Gestur
Hansson. Formaður Kvæðamannafélagsins er Guðrún Ingimundardóttir og eru
Örlygur Kristfinnsson og Erla Gunnlaugsdóttir meðstjórnendur. Nýtt
fyrirtæki Rúnu og Dísu, Þjóðlist ehf, kemur til með að annast umstang,
skipulag og reikninga fyrir félögin.
Margar hugmyndir að nafni fyrir félögin hafa komið fram en ekkert hefur verið ákveðið. Texti: Guðrún Ingimundardóttir
Myndir: GJS
Athugasemdir