Þórarinn með útgáfuhóf í Ljóðasetri Íslands, myndir og myndband

Þórarinn með útgáfuhóf í Ljóðasetri Íslands, myndir og myndband Þórarinn Hannesson hélt útgáfuhóf í Ljóðasetri Íslands síðastliðinn

Fréttir

Þórarinn með útgáfuhóf í Ljóðasetri Íslands, myndir og myndband

Þórarinn Hannesson hélt útgáfuhóf í Ljóðasetri Íslands síðastliðinn laugardag.

 
Útgáfuhófið var í Ljóðasetrinu eins og fyrr segir laugardaginn 16. nóv í tilefni af útgáfu nýjustu ljóðabókar Þórarins Hannessonar, eða Tóta kennara eins og flestir þekkja hann.
 
Tóti var valinn bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2013. 

Bókin ber heitið "Um jólin" og fjallar um eitt og annað sem tengist jólunum. Tóti las upp úr bókinni og áritaði bókina. 

Efni bókarinnar höfðar til barna jafnt sem fullorðinna og er tilvalin í jólapakkann þetta árið.

Bókin er ríkulega myndskreytt af Marsibil G. Kristjánsdóttur listamanni frá Þingeyri.

Boðið var upp á léttar veitingar og að sjálfsögðu var spjallað fyrir og eftir upplestur.

Bókina getið þið nálgast í Ljóðasetri Íslands, Siglósport og bóksölu Tunnunnar auk þess sem hún er væntanleg í bókabúðir Eymundsson og Máls og menningar.
 
Svo má alltaf hringja í kallinn eða senda honum póst á hafnargata22@hive.is og panta áritað eintak.
 
Ég smellti mér á eintak af bókinni og ég get hiklaust mælt með þessu, flott jóla-ljóð hjá Tóta.
 
tótiÞórarinn að raða bókunum fyrir útgáfuhófið.
 
tótiErla Svanbergsdóttir
 
tótiHér ræða Tóti, Guðmundur Skarphéðinsson og Salmann Kristjánsson saman um bókina.
 
tótiHanna, Sigurður og Páll Helga að bíða eftir því að Tóti lesi upp úr bókinni.
 
tótiÞónokkur fjöldi mætti til að hlíða á upplesturinn hjá Tóta og að sjálfsögðu versluðu margir sér eintak af bókinni.
 
tótiMyndsreytingarnar sem í bókinni eru eftir Marsibil G. Kristjánsdóttur.
 

tótiUngir, milliungir og eldri hlustuðu af athygli.

tótiStína kom að sjálfsögðu og hlustaði á Tóta lesa upp.

tóti 
 
 


Athugasemdir

31.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst