Ţorrabjórs kynning Seguls og DB í kvöld, föstudagskvöld kl. 20:00

Ţorrabjórs kynning Seguls og DB í kvöld, föstudagskvöld kl. 20:00 Segull 67 á Siglufirđi og DB hafa tekiđ höndum saman og framleiđa nú ţorrabjór sem hefur

Fréttir

Ţorrabjórs kynning Seguls og DB í kvöld, föstudagskvöld kl. 20:00

Segull 67 á Siglufirđi og DB hafa tekiđ höndum saman og framleiđa nú ţorrabjór sem hefur fengiđ mikiđ lof fyrir bragđ og ferskleika. 

En DB í nafninu á bjórnum er nafniđ á Dodda Birgis sem er sonur Bigga Steindórs og Ástu Gunnars og ráku ţau međal annars Ađalbúđina til fjölda ára. Eins og flest allir ef ekki bara hreinlega allir Siglfirđingar vita hefur Doddi veriđ ansi hreint liđtćkur í fótboltanum hjá KF undanfarin ár. 

Doddi eđa Ţórđur Birgisson eins og hann heitir pilturinn er mikill áhugamađur um bjór og fyrir um ţađ bil 2 árum fór Doddi ađ fikta viđ ţađ ađ brugga sinn eigin bjór og er hann ađ fćra framleiđslu sína og pćlingar upp á hćrra plan í samstarfinu međ Segli. 

Á síđasta ári vann Doddi fyrstu verđlaun í bruggkeppni Fágunar(Félag áhugamanna um gerjun), í IPA( India, pale, ale ) flokknum og nú nýlega fékk ţessi bjór mjög góđa dóma í Fréttatímanum og hér fyrir neđan má sjá ţađ sem sagt var um bjórinn. 

„Međal annarra velheppnađra ţorrabjóra, ađ mati dómnefndarinnar, voru IPA Ţorrabjór frá Segli 67.

„Hér mćtir manni mjög góđ lykt af greni og sćtu. Hann er ferskur“ 

„Ţetta er međ ferskari IPA-bjórum sem mađur hefur fengiđ hér á landi“ 

Ţorrabjórskynningin verđur svo í húsakynnum Seguls á Siglufirđi, föstudaginn 20. janúar og byrjar kl. 20.00

Vonandi sjá sem flestir sér fćrt ađ mćta og kynna sér ţessar hreinrćktuđu guđaveigar frá Siglufirđi.

Hér er svo slóđ á facebook síđu viđburđarins. Sjá hér. 


Athugasemdir

29.febrúar 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst