Þorrablót á Heilbrigðisstofnuninni
Þórarinn Hannesson hóf dagskrána með því að flytja eigin lög m.a. var eitt þeirra við texta eftir Lauga póst sem margir eldri Siglfirðingar muna eftir.
Þetta er þriðja árið í röð sem sönghópurinn Gómar heimsækir vistmenn við þetta tilefni og að sjálfsögðu var Sturlaugur Kristjánsson við hljómborðið. Veislunni lauk svo með fjöldasöng.
Þórarinn Hannesson að spila og syngja.
Sönghópurinn Gómar og Sturlaugur Kristjánsson á hljómborð
Gróa María Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur, Júlía Birna Birgisdóttir, Þóra Sigurgeirsdóttir og Sigrún Agnarsdóttir
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir