Þorrablót á Heilbrigðisstofnuninni

Þorrablót á Heilbrigðisstofnuninni Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði hélt sitt árlega þorrablót í gærkvöldi í matsal stofnunarinnar. Þar gæddu

Fréttir

Þorrablót á Heilbrigðisstofnuninni

Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði hélt sitt árlega þorrablót í gærkvöldi í matsal stofnunarinnar. Þar gæddu flestir vistmenn og gestir þeirra sér á þjóðlegum veitingum  og hlýddu á söng frá sönghópnum Gómum.


Þórarinn Hannesson hóf dagskrána með því að flytja eigin lög m.a. var eitt þeirra við texta eftir Lauga póst sem margir eldri Siglfirðingar muna eftir.

Þetta er þriðja árið í röð sem sönghópurinn Gómar heimsækir vistmenn við þetta tilefni og að sjálfsögðu var Sturlaugur Kristjánsson við hljómborðið. Veislunni lauk svo með fjöldasöng.

 

 

Þórarinn Hannesson að spila og syngja.

Sönghópurinn Gómar og Sturlaugur Kristjánsson á hljómborð

Gróa María Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur, Júlía Birna Birgisdóttir, Þóra Sigurgeirsdóttir og Sigrún Agnarsdóttir

Texti og myndir: GJS


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst