Þorrablót íslendinga í Sönderborg

Þorrablót íslendinga í Sönderborg Blaðamaður siglo.is rakst á auglýsingu frá Íslendingafélaginu í Sönderborg í Danmörk og fékk leyfi hjá Gunnari Hrafni

Fréttir

Þorrablót íslendinga í Sönderborg


Blaðamaður siglo.is rakst á auglýsingu frá Íslendingafélaginu í Sönderborg í Danmörk og fékk leyfi hjá Gunnari Hrafni Hall sem er í þorrablótsnefndinni í sínum bæ sem er Sönderborg.
Gunni Hall er siglfirðingur ( eins og flestir vita ) og hefur búið í Danaveldi í nokkur ár og hefur stundað nám þar og býr þar með fjölskyldu sinni.
Sagði hann að stærsti viðburðurinn væri þorrablótið, og mættu um 80-100 manns yfirleitt á það. Búið er að panta þorramatinn að heiman og eins verður íslensk hljómsveit sem mun spila. Hún hélt uppi stuðinu á síðasta blóti og hefur greinilega staðið sig vel fyrst hún er pöntuð aftur.Íslendingafélagið er nokkuð líflegt að hans sögn en var ekki alveg viss á hve margir væru félagsmenn en um 500 íslendingar búa í bænum. Haldið er uppá m.a.  bóndadaginn, konudaginn, 17 júní, verslunarmannahelgina og eins er haustfagnaður árlegur viðburður.

Athugasemdir

16.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst