Þorraveður í kortunum í dag
sksiglo.is | Almennt | 02.02.2011 | 10:00 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 177 | Athugasemdir ( )
Spáin gerir ráð fyrir norðaustan 10-18 og snjókomu en 5-10 og él um hádegi. Hægviðri í nótt, SV 13-20 í fyrramálið og éljagang. Frost 0-4 stig. Hálka er á öllum leiðum.
Þetta er nú kannski ekkert miðað við að nú gengur eitt versta vetrarveður yfir Bandaríkin, sem komið hefur í rúma hálfa öld. Og segja veðurfræðingar að nokkrir dagar gætu liðið þar til veðrinu slotar.
Nokkrar stórborgir í
Miðvesturríkjum Bandaríkjunum búa sig nú undir eitthvert versta vetrarveður í manna minnum á þessum slóðum.
Hvirfilbylurinn Yasi hrellir nú Ástrala og kemur í kjölfar verstu flóða sem komið hafa á þessum slóðum en á undan flóðunum geysuðu miklir skógareldar.
Og hver segi svo að það sé ekki best að búa á Íslandi !!
Athugasemdir