Þrettánabrennan kannski að ári ?
sksiglo.is | Almennt | 13.01.2011 | 10:45 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 341 | Athugasemdir ( )
Ekki hefur viðrað til að halda þrettánabrennu eins og til stóð og stendur bálkösturinn tilbúinn.
Halda átti hana á síðastliðinn sunnudag en ekki fékkst leyfi vegna vaxandi vindáttar.
Eins og allir vita hafa Akureyringar heldur betur fengið yfir sig snjó og hafa þeir tekið til þess ráðs að aflýsa þrettánagleðinni til næsta árs og þá vegna ófærðar á götum.
En ennþá stendur til hjá Kiwanismönnum að halda brennuna við fyrsta tækifæri, eða þegar veður leyfir.
Athugasemdir