Þriggja ára stúlka slapp ómeidd
www.mbl.is | Almennt | 20.06.2011 | 23:25 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 389 | Athugasemdir ( )
Bifreið fór út af veginum á Ólafsfjarðarvegi við Ytri-Vík um klukkan 18:30 í kvöld. Maður á miðjum aldri var í bílnum ásamt barnabarni sínu; þriggja ára stúlku. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni.
Maðurinn hlaut minniháttar áverka en stúlkan, sem var í góðum barnabílstól, slapp alveg ómeidd. Stúlkan var komin í annan bíl þar sem önnur stúlka gætti hennar þegar lögregla kom á vettvang.
Betur fór en á horfðist enda ferðaðist bifreiðin um 60-70 metra utan vegar, valt og endaði ofan í skurði um það bil fimmtán metrum frá veginum. Að sögn lögreglunnar á Dalvík er hreint með ólíkindum að maðurinn hafi meiðst lítið og stúlkan sloppið ómeidd. Þau voru skoðuð af læknum og hafði stúlkan á orði að „bíllinn hefði dottið“.
Maðurinn hlaut minniháttar áverka en stúlkan, sem var í góðum barnabílstól, slapp alveg ómeidd. Stúlkan var komin í annan bíl þar sem önnur stúlka gætti hennar þegar lögregla kom á vettvang.
Betur fór en á horfðist enda ferðaðist bifreiðin um 60-70 metra utan vegar, valt og endaði ofan í skurði um það bil fimmtán metrum frá veginum. Að sögn lögreglunnar á Dalvík er hreint með ólíkindum að maðurinn hafi meiðst lítið og stúlkan sloppið ómeidd. Þau voru skoðuð af læknum og hafði stúlkan á orði að „bíllinn hefði dottið“.
Athugasemdir