Þungfært og stórhríð á Siglufjarðarvegi
Það var ekki að búast við örðu en að við fengjum smá vorhret áður en snjórinn fer alveg. Kyngt hefur niður snjó á Siglufirði í dag og varla sást á milli húsa á tímabili.
Á Siglufjarðarvegi er þungfært og stórhríð en samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar eru 16-18m/s á vevinum þar sem kyngir niður snjó. Óráðlegt er því að vera á ferðinni. Á Ólafsfjarðarvegi er þæfingur og 12m/s að sögn vegfarenda er skyggnið ágætt en þó er skafrenningur á veginum.
Samkvæmt Veðurstofu Íslands er útlit fyrir að það haldi áfram að snjóa eitthvað fram á kvöld eða jafnvel fram yfir miðnætti en vindur á bilinu 8-10m/s á svæðinu. Það fer síðan aftur að snjóa uppúr hádegi á morgun og fram á laugardag og reikna má með hvassviðri um helgina.
Athugasemdir