Þuríður Sigurðardóttir söngkona og Vanir Menn í Bátahúsinu

Þuríður Sigurðardóttir söngkona og Vanir Menn í Bátahúsinu Magnús Guðbrandsson, Leó Ólason og Birgir Ingimarsson slógu rækilega í gegn með endurkomu sinni

Fréttir

Þuríður Sigurðardóttir söngkona og Vanir Menn í Bátahúsinu

Vanir menn með þroskuðum
Vanir menn með þroskuðum
Magnús Guðbrandsson, Leó Ólason og Birgir Ingimarsson slógu rækilega í gegn með endurkomu sinni á Rauðkutorgi í sumar. Hafa þeir nú fengið til liðs við sig tvo glæsilega tónlistamenn og munu halda stórtónleika í Bátahúsinu á Föstudaginn Langa.




Að eigin sögn æfa þessir kampakátu tónlistamenn í dag saman í mjög gömlu húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík þar sem afskaplega vel fer um þau. Hlakkar þeim mikið til tónleikanna í Bátahúsinu en forsala aðgöngumiða gengur vel og það stefnir í góða og fjölmenna tónleika.

Hin landskunna söngkona og listamaðurinn Þuríður Sigurðardóttir heldur um þessar mundir upp á 45 ára tónlistarferil sinn en hún tengist Siglufirði þannig að föðurbróðir hennar, Jónatan Ólafsson, bjó lengi á Siglufirði og samdi þar mörg landsþekkt lög. Hver kannast ekki við Landleguvalsinn, Sjómannavalsinn og ,,Sigurður er sjómaður'' og ætlar Þuríður að flytja lög eftir Jónatan meðal annars.

Harald Gunnar Hjálmarsson eða Halla Gunna þekkja allir, en hann er sonur Höllu Haraldsdóttur listakonu og Hjálmars Stefánssonar, er Halli Gunni hefur búið lengst af í Danmörku og spilað þar með mörgum þekktum tónlistarmönnum og hafði þar atvinnu við píanóstillingar.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er forsala aðgöngumiða í Siglósport sími: 467 1866











Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst