Tifar tímans hjól
Innsend frétt.
Leikfélag Sauðárkróks sýnir Tifar tímans hjól
Síðastliðinn sunnudag, 28. apríl (á opnunardegi Sæluvikunnar) frumsýndi Leikfélag Sauðárkróks nýtt íslenskt leikverk, Tifar tímans hjól sem samið var af Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni og Árna Gunnarssyni í kringum tónlist Geirmundar Valtýssonar. Eitt nýtt lag var sérsamið fyrir sýninguna. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Uppselt var á frumsýninguna og er uppselt á þrjár sýningar í viðbót.
Miðasala er í síma 849 9434 virka daga frá 16 – 18 og
einnig klukkustund fyrir sýningu í síma og í Bifröst.
Eftirfarandi er sýningarplanið:
Frumsýning sunnudaginn 28. apríl kl. 20:30 (Uppselt)
2. sýning þriðjudaginn 30. apríl kl 20:30 (Uppselt)
3 sýning fimmtudaginn 2. maí kl 20:30
4. sýning föstudaginn 3.
maí kl 23:00 (Miðnætursýning) (Uppselt)
5. sýning laugardaginn 4. maí kl 15:00
6. sýning sunnudaginn 5. maí kl 20:30
7. sýning þriðjudaginn 7.
maí kl 20:30 (Uppselt)
8. sýning fimmtudaginn 9. maí kl 17:00
9.
sýning föstudaginn 10. maí kl 23:00 (Miðnætursýning)
10. sýning laugardaginn 11. maí kl
15:00
Linkur á heimasíðu félagsins: http://skagafjordur.net/ls/
Athugasemdir