Til Sigló frá Colorado
Það er skemmtilegt að heyra af því þegar útlendingar heimsækja Siglufjörð sem töluvert hefur færst í aukana en nýlega komu hingað fjórir skíðamenn í skíðaferð frá Colorado og höfðu margt um upplifunina að segja.
Í janúar voru þau Sarah, Koranne, Kristin og Brian voru á skíðum í klettafjöllunum nálægt heimabæ sínum Denver í Colorado þegar Sarah sagði við vini sína, hvernig væri að við skelltum okkur til Íslands á skíði. Það hljómaði eins og ævintýri í eyrum vinahópsins sem ákvað að skoða möguleikann.
Ári áður hafði Sarah verið í þyrluskíðaferð hjá Jökli Bergmann svo hún vissi hvert á landinu hún mundi vilja leiða hópinn og leituðu þau því eftir flugi til Íslands og gistingu á Tröllaskaga. Með hjálp Tripadvisor duttu þau niður á gistihúsið hans Þóris, Herring House, sem fékk svo afbragðs góð meðmæli á vefnum og innan tíðar höfðu þau bókað ferðina.
Fréttamaður var forvitinn að vita hvað væri eftirminnilegast úr ferðinni og hvað mætti bæta á Sigló. Sarah skut strax inní að Þórir hefði verið það besta í ferðinni, hann lagði sig allan fram við að gera dvöl okkar sem eftirminnilegasta og fór langt fram úr því sem við bjuggumst við, frábær leiðsögumaður sem gerði dvöl okkar enn eftirminnilegri.
Þau sammæltumst síðan öll um það að svæðið væri algjör paradís en þau gengu um fjöllin hér í kring á fjallaskíðum með skinnum og renndu sér niður ósnertar brekkur. Ef svona brekkur væri að finna í Colorado hefðu þúsundir manns verið búnir að renna sér í þeim. Það er ótrúlegt að upplifa þessa náttúru, að renna sér í brekkum sem ná allt að því niður í snjó er alveg hreint magnað en það er eitthvað lítið af sjó í Colorado bætir Brian við og hlær.
Eftir að hafa keyrt alla leiðina á Sigló og í gegnum þá smábæi sem eru á leiðinni erum við ekkert smá fegin að hafa valið Siglufjörð sem áningastað, það er svo margt um að vera hérna. En hvað er það sem við þurfum að gera betur á Sigló, er eitthvað sem olli vonbrigðum: opnunartímar safna og veitingastaða eða annað því um líkt. Sarah sagði að það hefði engin vonbrigði verið með opnunartíma, við vissum að við værum hér á lágannatíma og gerðum ekki þær kröfur að hér væri allt opið og hinir í hópnum virtust fyllilega sammála.
Það var helst veðrið sem olli vonbrigðum en við höfðum að sjálfsögðu komið til þess að skíða sem mest. Hinsvegar hefðum við ekki kynnst þessum frábæra bæ svona vel ef það hefði ekki verið fyrir veðrið. Þórir leiddi okkur um allt og við skoðuðum söfn og gallerí og stoppuðum reglulega á þessu frábæra kaffihúsi til að stelast á internetið sögðu þau og glottu. Það þarf kannski að passa þegar kynna á veturinn að hafa veðrið með sem upplifun, þú getur kannski ekki alltaf skíðað en þá er svo margt annað að skoða eða upplifa og veðrið eitt og sér skapar ýmis ævintýri.
Eitt af því skemmtilegasta var að upplifa hlýlegt viðmót bæjarbúa var og hversu stoltir þeir eru af bænum sínum. Hér eru allir tilbúnir að hjálpa manni og taka vel á móti þeim sem þá heimsækja.
Við þökkum gestum Þóris þeim, Sarah Kreiger, Koranne Kriegir, Kristin Hoffman og Briean Grimes fyrir skemmtilegt spjall og innlit í upplifun vetrar túristans á Siglufirði.
Athugasemdir