Tilkynning frá Fjallabyggð.

Tilkynning frá Fjallabyggð. Innsend frétt. Þörf lesning.

Fréttir

Tilkynning frá Fjallabyggð.

Í tilefni sumars

Nú þegar sumarið er á næsta leiti vill tæknideild Fjallabyggðar minna vegfarendur á að eftirfarandi götur á Siglufirði eru vistgötur:

Aðalgata frá Túngötu að Grundargötu.

Lækjargata frá Gránugötu að Aðalagötu.

Bátadokk, framhjá Hannes Boy Café og Kaffi Rauðku sem er jafnframt einstefnugata til austurs.

Í umferðarlögunum segir um vistgötur að þar sé heimilt að dvelja og vera að leik. Þar ber að aka mjög hægt, að jafnaði eigi hraðar en 15 km/klst. Ef gangandi vegfarandi er nærri má eigi aka hraðar en á venjulegum gönguhraða. Ökumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka tillitssemi og víkja fyrir honum. Gangandi vegfarandi má eigi hindra för ökutækis að óþörfu.

Tæknideild Fjallabyggðar


Athugasemdir

31.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst