Tilkynning til vegfarenda á Siglufirði

Tilkynning til vegfarenda á Siglufirði Þess skal getið að á tveimur stöðum hafa verið sett upp merki sem sýna vistgötur á Siglufirði. Annars vegar á

Fréttir

Tilkynning til vegfarenda á Siglufirði

Aðalgata: Vistgata byrjar
Aðalgata: Vistgata byrjar
Þess skal getið að á tveimur stöðum hafa verið sett upp merki sem sýna vistgötur á Siglufirði. Annars vegar á Aðalgötu frá Túngötu að Grundargötu.

Hinn staðurinn er frá Snorragötu meðfram bátadokkinni og Kaffi Rauðku að Ingvarsbryggju og þar er einstefna til austurs. Þess skal getið að á vistgötum er 15 km. hámarkshraði og gangandi vegfarendur hafa forgang.



Gatnamót: Aðalgata - Grundargata, vistgata endar.



Gatnamót Snorragata og meðfram bátadokk, vistgata byrjar.



Hér endar vistgata við Ingvarsbryggju.



Hér er komið merki sem sýnir að akstur er ekki leifður í vestur frá Ingvarsbryggju.

Texti og myndir: GJS


Athugasemdir

16.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst