Tímamótasamningur
sksiglo.is | Almennt | 18.01.2013 | 06:00 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 292 | Athugasemdir ( )
Þann 14. janúar sl. var endurnýjaður samningur Síldarminjasafns Íslands og menntamálaráðuneytisins frá
2010.
Meðal markmiða í starfsemi safnsins er þetta ákvæði: „standa vörð um forna þekkingu á
smíði opinna tréskipa hér á landi.“
og:
„Síldarminjasafnið skal standa fyrir námskeiðum og fræðslu um íslenska bátasmíði í samstarfi við önnur söfn og menningarstofnanir,“
Þótt ekki sé þetta stór þáttur í samningnum eða að miklum fjármunum sé varið til hans sérstaklega þá má ætla að þetta sé í fyrsta sinn að undirritaður er opinber samningur um varðveislu bátasmíðaþekkingar, þessarar gömlu verkmenningar sem fylgt hefur Íslendingum allt frá landnámstíð.
Starfsmenn og forráðamenn safnsins líta svo á að með þessu ákvæði samningsins sé safninu sýndur heiður og um leið viðurkenning fyrir viðleitni á undanförnum árum til að viðhalda og hlúa að þessari mikilvægu menningararfleið.
Er það eindreginn vilji og ásetningur að standa við þetta fyrirheit sem í samningnum felst eins og eftirtalin atriði bera vott um:
og:
„Síldarminjasafnið skal standa fyrir námskeiðum og fræðslu um íslenska bátasmíði í samstarfi við önnur söfn og menningarstofnanir,“
Þótt ekki sé þetta stór þáttur í samningnum eða að miklum fjármunum sé varið til hans sérstaklega þá má ætla að þetta sé í fyrsta sinn að undirritaður er opinber samningur um varðveislu bátasmíðaþekkingar, þessarar gömlu verkmenningar sem fylgt hefur Íslendingum allt frá landnámstíð.
Starfsmenn og forráðamenn safnsins líta svo á að með þessu ákvæði samningsins sé safninu sýndur heiður og um leið viðurkenning fyrir viðleitni á undanförnum árum til að viðhalda og hlúa að þessari mikilvægu menningararfleið.
Er það eindreginn vilji og ásetningur að standa við þetta fyrirheit sem í samningnum felst eins og eftirtalin atriði bera vott um:
- Sveitarfélagið Fjallabyggð afhenti á síðasta ári Síldarminjasafninu gamla Slippinn til eignar og nota.
- 1. janúar 2013 var menntaður tréskipasmiður ráðinn til starfa við safnið.
- Að frumkvæði Iðnskólans í Hafnarfirði eru hafnar viðræður um formlegt samstarf við Síldarminjasafnið um tréskipasmiðanám. Yrði þar um að ræða að þróa kennsluefni og að í Slippnum, undir leiðsögn og kennslu tréskipasmiðsins, færi fram verklegur þáttur námsins.
Ljóst er á framansögðu að miklir möguleikar eru fyrir hendi, og ef rétt er á málum haldið, að hér á Siglufirði þróast eitthvað skemmtilegt og spennandi í trébátasmíði landsmanna.
Síldarminjasafnið þakkar bæjarstjórn Fjallabyggðar og menntamálaráðuneytinu fyrir góðan stuðning og samstarf.
Guðmundur Skarphéðinsson, formaður safnstjórnar
Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri.
sjá einnig vefsíðu Síldarminjasafnsins
Athugasemdir