Tíminn 30. desember 1967
Frétt úr Tímanum 30. desember 1967.
Ég fékk þessa frétt senda utan úr geimnum ef svo má að orði komast.
Upplýsingar fengnar úr Tímanum.
Í blaðinu má sjá að "Félag eigenda rússneskra bifreiða" var stofnað
sunnudaginn 26. nóvember árið 1967. Tilgangur félagsins var að sameina
eigendur Moskvits og GAS bifreiða á Siglufirði og gæta hagsmuna þeirra.
Félagið sendi meðal annars áskorun til umboðsaðila um bætta þjónustu og
boðið upp á vinsamlegt samstarf.
Stjórn félagsins árið 1967 voru,
Bragi Magnússon, formaður,
Sigurður Þorsteinsson, ritari,
Pétur Þorsteinsson, gjaldkeri,
Kristfinnur Guðjónsson, meðstjórnandi,
Sigurður Þór Haraldsson, meðstjórnandi.
Hér geti þið séð blaðið í Tímanum þar sem meira af upplýsingum um þetta
skemmtilega fjélag er að finna .
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3332397
Svo stakk geimfarinn sem sendi mér þessa frétt upp á því að athuga hvort menn vilji endurvekja þetta gamla
fjélag. Hugsanlega eru einhverjir rússneskir bílar eftir í bænum. Þó svo að
bílarnir séu kannski ekki til staðar þá væri gaman að viðhalda gömlu
sögunni um rússnesku bílana. Ég held að ég viti um einn rússneskan bíl í
bænum en hugsanlega eiga einhverjir brottfluttir Siglfirðingar hingað og
þangað um lönd rússneskan bíl eða myndir af gömlu rússnesku bílunum.
Það væri gaman að fá sendar myndir af gömlum rússneskum bílum á F-númerum,
ef einhver hefur svoleiðis eintök í fórum sínum.
Á Siglufirði er til gömul rússnesk sýningarvél sem var staðsett í Suðurgötu 10 á þeim
tíma sem MíR var meðal annars með sýningar sem væri hugsanlega hægt að nýta
í að sýna gamlar rússneskar iðnbyltingar myndir.
Bara svona hugmynd.
Mynd sem fylgir þessari frétt er af Moskvits bifreið sem Kristfinnur Guðjónsson átti og var með númerið F-366. Kristfinnur keypti bílinn
1965. Í baksýn má sjá sumarbústað Kristfinns.
Athugasemdir