Tippleikur KF og Billans á Siglufirði
Síðastliðinn laugardagur var merkisdagur hjá Tipparaklúbbi KF á Siglufirði.
Í tilefni dagsins var elduð afbragðsgóð súpa, borin fram með brauði og dýrindis túnfisksallati. Það voru þeir yfir-tippalingar Ægir Bergs og Grétar Sveins sem brugguðu súpuna og sallatið.
Grétar tilkynnti um "tippara mánaðarins" fyrir nóvember og desember 2012. Tippari nóvember-mánaðar 2012 er Hafþór Kolbeinsson og tippari desember-mánaðar 2012 er Guðmundur Þorgeirsson - Mummi. Tippari mánaðarins hverju sinni fær í verðlaun hamborgaraveislu í boði Billans.
Síðan voru veitt verðlaun í bikarkeppni tipparaklúbbsins fyrir haustið 2012. Bikarmeistarar eru feðgarnir Árni Skarphéðinsson og Jakob Árnason, þeir fengu að sjálfsögðu bikar.
Yfir-tippalingar í þessum tipparaklúbbi eru: Ægir Bergs, Grétar Sveins og Þorri Tryggva.
Niðurstöður leikja í hverri viku má finna á trolli.is
Félagarnir hittast alla laugardaga á Billanum, þar er alltaf góð stemming og flest-öll heimsins mál rædd frá kl. 11 - 13.
Fréttamaður siglo.is leit við á laugardaginn og tók þessar myndir.
Myndir og texti: GSH
Athugasemdir