Tippleikur KF og Billans á Siglufirði

Tippleikur KF og Billans á Siglufirði Síðastliðinn laugardagur var merkisdagur hjá Tipparaklúbbi KF á Siglufirði.

Fréttir

Tippleikur KF og Billans á Siglufirði

Síðastliðinn laugardagur var merkisdagur hjá Tipparaklúbbi KF á Siglufirði.

Í tilefni dagsins var elduð afbragðsgóð súpa, borin fram með brauði og dýrindis túnfisksallati.  Það voru þeir yfir-tippalingar Ægir Bergs og Grétar Sveins sem brugguðu súpuna og sallatið.

Grétar tilkynnti um "tippara mánaðarins" fyrir nóvember og desember 2012.  Tippari nóvember-mánaðar 2012 er Hafþór Kolbeinsson og tippari desember-mánaðar 2012 er Guðmundur Þorgeirsson - Mummi.  Tippari mánaðarins hverju sinni fær í verðlaun hamborgaraveislu í boði Billans.

Síðan voru veitt verðlaun í bikarkeppni tipparaklúbbsins fyrir haustið 2012.  Bikarmeistarar eru feðgarnir Árni Skarphéðinsson og Jakob Árnason, þeir fengu að sjálfsögðu bikar.

Yfir-tippalingar í þessum tipparaklúbbi eru:  Ægir Bergs, Grétar Sveins og Þorri Tryggva.

Niðurstöður leikja í hverri viku má finna á trolli.is

Félagarnir hittast alla laugardaga á Billanum, þar er alltaf góð stemming og flest-öll heimsins mál rædd frá kl. 11 - 13.

Fréttamaður siglo.is leit við á laugardaginn og tók þessar myndir.

Ægir Bergs með súpuna

Grétar útbjó sallatið

Ægir Eðvarðs

Jói Ott

Grétar tilkynnir úrslitin

Hafþór Kolbeins og Guðmundur Þorgeirs

Feðgar og bikarmeistarar Árni og Jakob

Gummi Davíðs á Billanum

"Er í lagi með hárið á mér ??"

Nammm

Nammm

Myndir og texti: GSH


Athugasemdir

25.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst