Tónleikar í Alţýđuhúsinu á morgun 24. júlí kl. 20:30
Óskar Guðjónsson
saxofónleikari og hinn Brazelíski Ife Tolentino gítarleikari og söngvari á ferð um norðausturland.
Þeir félagar munu leika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði miðvikudaginn 24. júlí kl. 20.30, Allir velkomnir.
Óskar og Ife munu leika á 10 tónleikum á norðvesturlandi, í höfuðborginni og á Grindavík síðustu daga
júlímánaðar.
Samstarf þeirra á sér 14 ára sögu og byrjaði í London. Í desember síðastliðnum gáfu þeir út geisladiskinn VOCÊ PASSOU AQUI (e. “Þú komst hér”).
Munu þeir leika efni af honum í bland við annað efni. Ife hefur komið á hverju ári síðan 2002 og er sannur íslandsvinur.
Dúósamleikur þeirra er
sérstaklega léttleikandi og lifandi. Sömbur, Bossa Novas og aðrir minna þekktir braselískir stílar flæða frá þeim félögum
af mikilli spilagleði.
Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð og Fiskbúð Siglufjarðar styrkja Alþýðuhúsið
Athugasemdir