Tónleikar í Alþýðuhúsinu þriðjudagskvöldið 21. janúar

Tónleikar í Alþýðuhúsinu þriðjudagskvöldið 21. janúar Þriðjudagskvöldið næstkomandi kl. 21:00, heldur tónlistarmaðurinn Arnljótur tónleika í Alþýðuhúsinu.

Fréttir

Tónleikar í Alþýðuhúsinu þriðjudagskvöldið 21. janúar

Þriðjudagskvöldið næstkomandi kl. 21:00, heldur tónlistarmaðurinn Arnljótur tónleika í Alþýðuhúsinu. Nú á föstudaginn kom út ný hljómplata og ber hún nafnið Línur.

Platan var tekin upp í Stúdíó Verkó í Reykjavík en tónlistinni lýsir Arnljótur sem geómetrískri raftónlist sem samanstendur af tæplega 25 mínútna löngu tónverki í 12 þáttum.

Grafíski hönnuðurinn Ragnar Fjalar Lárusson hannaði umslagið í samstarfi við Arnljót, en Ragnar Fjalar hefur hannað umslög og myndrænan hugarheim hljómsveitarinnar Ojba Rasta.

Þetta er þriðja útgáfa Arnljóts, en fyrri útgáfur hans eru hljómplatan Listauki (2008) og tónlistarmyndbandasafnið Veðurfréttir (2011). Á tónleikunum mun Arnljótur flytja nýju plötuna í heild sinni, auk þess að flytja nýja óútgefna tónlist. Þar koma við sögu flautur og fleira.

Allir velkomnir meðan húsrúm leifir.

Arnljótur Sigurðsson (1987) er tónlistarmaður fæddur og uppalinn í
Reykjavík.

Hann hefur numið tónlist og myndlist frá unga aldri en er einnig
mikill áhugamaður um skák og vísindi.

Hann spilar með hljómsveitinni Ojba Rasta auk þess sem hann tekur þátt í ýmsum verkefnum tengdum spuna og nýsköpun.

Um að gera að kíkja í Alþýðuhúsið á þriðjudagskvöldið kl. 21:00


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst