Tónleikar í bátahúsinu

Tónleikar í bátahúsinu Á laugardaginn kom kór Norðfjarðarkirkju til Siglufjarðar og hélt tónleika í Bátahúsinu. Kórinn var kominn norður til að skoða

Fréttir

Tónleikar í bátahúsinu

Kór Norðfjarðarkirkju.
Kór Norðfjarðarkirkju.

Á laugardaginn kom kór Norðfjarðarkirkju til Siglufjarðar og hélt tónleika í Bátahúsinu. Kórinn var kominn norður til að skoða Síldarminjasafnið og vildu meðlimir kórsins fá að borga fyrir sig með söng. Það var auðsótt og ákveðið var að bjóða íbúum Fjallabyggðar í Bátahúsið og hlýða á sönginn.

 

Fjöldi manns sótti tónleikana en alls voru um 100 manns í húsinu meðan á tónleikunum stóð. Tónleikagestir fengu útprentaða dagskrá með teikningu af siglfirsku síldarplani og á meðal þeirra laga sem kórinn flutti var hið vinsæla „Ég sá hana fyrst.“ Fleiri sígildar dægurperlur voru fluttar og létt gospell og ekki annað að sjá en Fjallbyggðungar hafi verið ánægðir með flutninginn.


Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst