Tónleikar í Bátahúsinu
sksiglo.is | Almennt | 26.08.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 379 | Athugasemdir ( )
POLIFONICA DE PUIG-REIG - KÓR FRÁ KATALÓNÍU Á SPÁNI Þriðjudaginn 28. ágúst kl. 20:00 verður íbúum Fjallabyggðar boðið til tónleika í Bátahúsinu.
Spænskur kór, frá Katalóníu, mun þar flytja tónlist sína. Kórinn mun á Íslandsferð sinni einnig syngja í Hörpu og Hofi á Akureyri. Kórinn var stofnaður árið 1968 og hefur komið fram um allan heim; í Evrópu, Asíu, Suður Ameríku og Bandaríkjunum. Lagaval kórsins er afar fjölbreytt – allt frá óperum til þjóðlaga og söngleikja.
Enginn aðgangseyrir – allir íbúar Fjallabyggðar og aðrir gestir eru hvattir til að mæta á þessa einstöku tónleika.
Heimasíða: http://www.sild.is/
Athugasemdir