Tónleikaröð Tóta heldur áfram
sksiglo.is | Almennt | 07.06.2013 | 09:30 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 260 | Athugasemdir ( )
Þóarinn Hannesson heldur áfram með tónleikaröð sína í dag þegar hann mætir með gítarinn að vopni. Það er svo frábært veður að ekki er hægt að sleppa því að taka upp gítarinn og spila í hlýjunni.
Tóti verður „órafmagnaður“ í dag og mun spila frumsamið efni fyrir áhugasama gesti en þetta eru tíundu tónleikarnir í tónleikaröðinni 802. Um að gera að taka stuttan dag í vinnunni og kíkja við í kaffi eða kollu en hann byrjar að spila klukkan 15:30 á útisvæði Rauðku við smábátahöfnina.
Athugasemdir