Skólaslit Tónskóla Fjallabyggðar

Skólaslit Tónskóla Fjallabyggðar Skólaslitin voru í Allanum á Siglufirði, fimmtudaginn 24. maí kl 17.00. Hefðbundin dagskrá var með

Fréttir

Skólaslit Tónskóla Fjallabyggðar

Skólaslitin voru í Allanum á Siglufirði, fimmtudaginn 24. maí kl 17.00. Hefðbundin dagskrá var með tónlistaratriðum, ávarpi skólastjóra Magnúsar G. Ólafssonar, afhending viðurkenninga og prófskýrteina.

145 nemendur hófu nám við skólann á haustönn og var fyrsti kennsludagur 1 september 2011. Af þeim 145 nemendum voru 17 í forskóla 116 í grunnnámi, 5 í miðnámi og 2 í framhaldsnámi.

Kennt var á flest öll hljóðfæri en píanó og gítarinn eru vinsælustu hljóðfærin, með 35 til 40 nemendur, en söngurinn hefur verið að draga á það enu nú 31 nemandi að læra söng við skólann.

Tónfunda- og tónleikahald var með miklum ágætum þennan veturinn. Alls vorum við með um  16 tónfundi og 11 tónleika á þessu skólaári.

Við fórum með tónfundi á Hornbrekku, Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar, Skálarhlíð og Leikskólana, en meirihluti tónfunda fer fram í sal skólans á Siglufirði. Við vorum með tónleika í Siglufjarðarkirkju, Tjarnarborg, Ólafsfjarðarkirkju, Rauðku og Hótel Brimnesi og svo skólaslitin hér í dag á Allanum. Kennarar og nemendur Tónskólans koma að mörgum uppákomum í Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólanum á Tröllaskaga.














Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar heldur ræðu.















Texti: Magnús G. Ólafsson

Myndir: Sveinn Þorsteinsson






Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst