Tónskóli Fjallabyggðar

Tónskóli Fjallabyggðar Töluverðar breytingar urðu  á tónlistarkennslu í haust með tilkomu Héðinsfjarðarganga, nýr skóli tók til starfa, Tónskóli

Fréttir

Tónskóli Fjallabyggðar

Merki Tónskólans
Merki Tónskólans

Töluverðar breytingar urðu  á tónlistarkennslu í haust með tilkomu Héðinsfjarðarganga, nýr skóli tók til starfa, Tónskóli Fjallabyggðar. Tónlistarskóli Siglufjarðar og Tónskóli Ólafsfjarðar voru sameinaðir á vormánuðum 2010 í einn öfluga skóla með um 150 nemendum og 10 kennurum.



Nemendum 7 -10 bekkjar Grunnskólans var keyrt til Siglufjarðar og hófst þar fyrsta samkennsla grunnskólans í hinu nýja sveitafélagi. Fyrsti kennsludagur Tónskóla Fjallabyggðar var 6 september og má segja að kennsla skólans hafi byrjað með látum. Kennurum tónskólans búsettum á Ólafsfirði var öllum smalað í einn bíl á þriðjudögum, fyrsta mánuðinn og keyrt til Siglufjarðar.

Kennurum og nemendum var hleypt  í gegnum göngin kl. 08.20 á morgnanna og til baka kl 15.30. Suma daga var okkur ekki hleypt í gegnum göngin og þá var hossast yfir lágheiði, sem var bæði upp á sitt besta og versta þetta haustið. Það má segja að oft hafi verið þröngt á þingi á þriðjudögum í tónskólanum á Siglufirð, allar kennslustofur, salurinn, skrifstofan og stúdíóið notuð til kennslu. Markmiðin, fyrsta mánuðinn, voru að þeir nemendur sem voru skráðir voru í skólann úr 7 – 10 bekk fengu sína tónlistarkennslu á Siglufirði.

Göngin voru síðan formlega opnuð fyrir umferð 2 október og þurftu kennara að breyta stundaskrá nemenda sinna, í samræmi við það. Það má segja að fyrsta heildastundaskrá vetrarins hafi ekki orðið til, fyrr en seint í desember. En það var ótrúlegt hvað kennarar, foreldrar og nemendur tóku þessum breytingum af mikilli hógværð og hjálpuðu okkur við að láta þetta ganga upp.

Sérstaklega vil ég þakka kennurum og starfsfólki Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir það umburðarlindi sem þau sýndu okkur, þessa fyrstu mánuði skólaársins. Þar vil ég sérstaklega þakka þeim Helgu og Elvu sem alltaf voru til í að hlaupa fyrir okkur og senda nemendur til okkar sem höfðu gleymt sér.


Kennarar við Tónskóla Fjallabyggðar



Þeir nemendur sem luku grunnprófi við Tónskóla Fjallabyggðar skólaárið 2010 – 2011.

Lísa Margrét Gunnarsdóttir grunnpróf á píanó, Selma Dóra Ólafsdóttir grunnpróf á píanó, Kristlaug Inga Sigurpálsdóttir grunnpróf á þverflautu,Sara María Gunnarsdóttir grunnpróf á píanó, Aafke Roelfsm grunnprófi á altflautu. Lengst til vinstri á myndinni er Anna Halla Birgisdóttir, sem tók á móti viðurkenningu dóttur sinnar Lísu Margrétar Gunnarsdóttur. Á myndina vantar Selmu Dóru Ólafsdóttur.



Steinar Freyr Freyssteinsson 2 stig á trompet, Sólrún Anna Ingvarsdóttir 2 stig á píanó,
Helga Kristín Einarsdóttir 2 stig í söng.



Viðurkenning  fyrir bestu mætingu í hljóðfæratíma veturinn 2010 – 2011.
Hugljúf Sigtryggsdóttir, hún var með 100 % mætingu þetta árið, mætti í alla tíma vetrarins.



Viðurkenning fyrir bestu mætingu í tónfræðitíma veturinn 2010 – 2011.
Helga Dís Magnúsdóttir og Haukur Orri Kristjánsson.



Viðurkenning fyrir góða ástundun og mestu framfarir í námi.
Helgi Fannar Jónsson, Haukur Orri Kristjánsson, Ásdís Ósk Gísladóttir, Helga Dís Magnúsdóttir,Sunneva Lind Gunnlaugsdóttir, Hanna Margrét Gísladóttir, Viljar Halldórsson, Vitor Vieira Thomas, Sæunn Axelsdóttir, Erla Vilhjálmsdóttir.


156 nemendur hófu nám við Tónskóla Fjallabyggðar haustönnina  2010, þar af eru 21 í forskóla 126 í grunnnámi og 9 í miðnámi. Kennt var á flest öll hljóðfæri en píanó og gítarinn eru vinsælustu hljóðfærin, eins og þau hafa verið síðustu árin. Tónfunda og tónleikahald var með miklum ágætum þennan veturinn. Alls vorum við með um  20 tónfundi, á Hornbrekku, Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar, Skálarhlíð og sal skólans á Siglufirði.

Fjórir tónleikar voru í Siglufjarðarkirkju og sex tónleikar voru í Tjarnarborg. Dagur Tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur um allt land og að þessu sinn var Tónskóli Fjallabyggðar með uppákomu  á Hannes Boy. Boðið var upp á vöfflur og súkkulaði og spiluðu síðan kennarar og nemendur fyrir gesti og gangandi. Tónskóli Fjallabyggðar sendi hljómsveit á músíktilraunir 2011, stóðu nemendur sig með stakri prýði og voru skólanum og bæjarfélaginu til mikils sóma.Í tengslum við nótunna, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna, vorum við búin að undirbúa tvö hópatrið, sem urðu til í þemaviku skólans í febrúar.

Vegna veðurs var ekki farið á Nótuna að þessu sinni, en hún var haldin í Kirkju- og Menningarmiðstöðinni á Eskifirði þetta árið. Ég vill nota tækifærið og þakka foreldrum, nemendum og kennurum fyrir aðstoðina og undirbúning fyrir þessar keppnir. Olweusaráætlun var innleidd í Tónskóla Fjallabyggðar, starfsmenn hafa fengið fræðslu um einelti, hvernig bregðast skuli við því, birtingaform þess og afleiðingar. Fræðslufulltrúi Fjallabyggðar er verkefnisstjóri Olweusaráætlunarinnar og eru skólastjórar ábyrgðarmenn innleiðingarinnar.

Fjallabyggð verður því eina sveitarfélagið á landinu þar sem allir skólar vinna gegn einelti og hafa mótað sér stefnu í eineltismálum. Tónskóli Fjallabyggðar er fyrsti tónlistarskólinn á landinu sem verður Olweusarskóli. Nemendur sem stundað hafa tónlistarnám í Fjallabyggð hafa átt erfitt með að fóta sig í tónlistarnámi í öðrum bæjarfélögum þegar í framhaldskóla er komið. Nýr Menntaskóli í Fjallabyggð mun styrkja Tónskólann og tónlistarlíf almennt og gera nemendum kleyft að stunda tónlistarnám lengur hér í heimabæ sínum.Kennarar og nemendur fara nú í sumarfrí, ég ætla að vona að sumarið verði gott og farsælt hjá öllum. Nemendurnir halda áfram að æfi sig í sumar, svo hittumst við hress og kát í haust, Tónskóla Fjallabyggðar er slitið.

Tekið af heimasíðu. tonskoli.fjallabyggd.is











Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst