Torgið við Ráðhústorgið

Torgið við Ráðhústorgið Við Ráðhústorgið á Siglufirði eru margvísleg fyrirtæki af ýmsum toga. Þar má til dæmis nefna huggulegan veitingastað, Torgið,

Fréttir

Torgið við Ráðhústorgið

Veitingastaðurinn Torgið
Veitingastaðurinn Torgið

Við Ráðhústorgið á Siglufirði eru margvísleg fyrirtæki af ýmsum toga.

Þar má til dæmis nefna huggulegan veitingastað, Torgið, sem áður hét Pizza 67 og Tómas Óskarsson rak.

Fyrir u.þ.b. fimm árum keyptu hjónin Erla Gunnlaugsdóttir og Ásgeir Sölvason veitingastaðinn sem þau hafa rekið síðan ásamt fjölskyldunni undir nafninu Torgið.

Starfsmenn eru tveir til þrír yfir veturinn, en á sumrin eru ráðnir fleiri þannig að þá eru u.þ.b. fimm starfsmenn.

Reksturinn hefur gengið ágætlega, yfir sumartímann er mest að gera, margar stórar ferðamannahelgar,
sem þarf oft að vinna langa og stranga vinnudaga.  Þar ber auðvitað hæst Síldarævintýrið og Pæjumótið.  Þá hafa bræður og systur Erlu oft komið til hjálpar þegar mest er um að vera í bænum.

Opnunartíminn er sveigjanlegur, þó er miðað við að opnun sé ekki seinna en kl 17 yfir vetrartímann og staðurinn opinn þar til síðasti viðskiptavinur er farinn.

Heimsendingarþjónusta er venjulega milli 17 og 21.  Heimsendingarnar eru vinsælastar yfir vetrartímann.

Hægt er að hringja í Erlu í síma: 865 2030,  eða Ásgeir í síma: 893 4323 til að fá staðinn opnaðan eftir þörfum viðskiptavina.

Á Torginu er hægt að horfa á boltann í beinni, þar er líka bar.

Matseðillinn er hugsaður þannig að allir geti fengið mat við sitt hæfi, en staðurinn er fyrst og fremst pizza-staður.

Hjónin Erla og Ásgeir

Sigurjón Hrafn Ásgeirsson

Guðni Brynjólfur Ásgeirsson

Afslöppuð stemming við barinn

Veitingasalur


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst