Trausti Sveinsson bjargaði mannslífi í Laugardalslaug
Fljótamaðurinn og frambjóðandi VG í Norðvesturkjördæmi Trausti Sveinsson frá Bjarnagili í Fljótum var einn þeirra sem kom eldri manni til bjargar í Laugardalslauginni á sunnudaginn sl. en sá hafði fengið hjartáfall. Í DV í dag er viðtal við Trausta sem lýsir atburðarásinni svo:. „Ég heyrði hrópað: „Það liggur maður á botninum!“ Ég var þarna næst svo ég fór náttúrulega strax að.“
Kona hafði komið auga á manninn þar sem hann lá á botni dýpri enda laugarinnar og kallað á hjálp eftir að hafa reynt að koma honum til bjargar. Nærstaddir náðu að koma manninum til hjálpar því þegar sjúkralið kom á vettvang var maðurinn aftur með lífsmarki.
Athugasemdir