Tunglmyrkvi

Tunglmyrkvi Fagur tunglmyrkvi blasti við á norðurhimni um miðjan dag í gær - í heiðríkju og stillu. Í fljótu bragði var kannski ekki gott að átta

Fréttir

Tunglmyrkvi

Fagur tunglmyrkvi blasti við á norðurhimni um miðjan dag í gær - í heiðríkju og stillu. Í fljótu bragði var kannski ekki gott að átta sig á því hvað var að gerast nema maður hefði heyrt sagt frá tunglmyrkvanum í útvarpsfréttum eða tekið eftir þvi að máni gamli svífur fullur um himininn þessa dagana. En skyndilega reis hann upp í fjarðarmynninu, tæplega hálfur og bleikur í framan.

Fyrsta myndin var tekin í Héðinsfirði um 20 mínútur fyrir fjögur þar sem austanáttin kembir hærurnar á Víkurbyrðu. Klukkutíma síðar hafði máni gamli hrist af sér skugga jarðar og speglaði sig í Ólafsfjarðarósi. Og loks sýnir síðasta myndin hvar hann siglir yfir Nesnúpnum á fullum ljósum enda komið brúna myrkur.





Þrjár myndir: ÖK



Mynd: SK







Texti: ÖK

Þrjár myndir: GJS




Athugasemdir

31.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst