Rýflega þúsund ferðir um Strákagöng
Veðurtíð síðastliðnar vikur stöðvaði fyllingu undir lóð Hótel Sunnu sem rísa á við smábátahöfnina en hláka síðustu daga hefur gert það að verkum að Bás getur nú haldið áfram með verkið.
Vel gengur með landmótunina nú loksins þegar hægt var að fara af stað og er áætlað að lokið verði við hana í enda mánaðarins. Alls má reikna með að um 12.000 rúmmetrar fari í fyllinguna en það eru um 1.000-1.100 vörubílaferðir um göngin.
Þetta skekkir sjálfasagt skemmtilega talningu Vegagerðarinnar á umferð um Strákagöng og styrkir kannski grundvöllinn á að "grenja" út lagfæringu á skriðunum fyrir sumarið.
Athugasemdir