UÍF minnir á samkeppni um merki sambandsins
sksiglo.is | Almennt | 10.03.2011 | 11:53 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 83 | Athugasemdir ( )
Það er margt annað sem fylgir sameiningu bæjarfélaga en stjórnsýslan og má þar meðal annars nefna íþróttafélögin en Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar auglýsir nú samkeppni um merki sambandsins.
UÍF var stofnað árið 2009 með sameiningu UÍÓ og ÍBS. Merkið verður m.a. notað á hátíðarfána sambandsins, flaggstangarfána og barmmerki.
Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu Samkeppni um merki UÍF á skrifstofur Fjallabyggðar fyrir 15. mars.
Nefnd á vegum UÍF velur úr innsendum tillögum og leggur fyrir stjórn sambandsins.
Öllum er heimil þátttaka. Verðlaun fyrir vinningstillöguna eru 30.000 kr.
UÍF var stofnað árið 2009 með sameiningu UÍÓ og ÍBS. Merkið verður m.a. notað á hátíðarfána sambandsins, flaggstangarfána og barmmerki.
Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu Samkeppni um merki UÍF á skrifstofur Fjallabyggðar fyrir 15. mars.
Nefnd á vegum UÍF velur úr innsendum tillögum og leggur fyrir stjórn sambandsins.
Öllum er heimil þátttaka. Verðlaun fyrir vinningstillöguna eru 30.000 kr.
Athugasemdir