UÍF minnir á samkeppni um merki sambandsins

UÍF minnir á samkeppni um merki sambandsins Það er margt annað sem fylgir sameiningu bæjarfélaga en stjórnsýslan og má þar meðal annars nefna

Fréttir

UÍF minnir á samkeppni um merki sambandsins

Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar
Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar
Það er margt annað sem fylgir sameiningu bæjarfélaga en stjórnsýslan og má þar meðal annars nefna íþróttafélögin en Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar auglýsir nú samkeppni um merki sambandsins. 

UÍF var stofnað árið 2009 með sameiningu UÍÓ og ÍBS.  Merkið verður m.a. notað á hátíðarfána sambandsins, flaggstangarfána og barmmerki.

Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu Samkeppni um merki UÍF á skrifstofur Fjallabyggðar fyrir 15. mars.

Nefnd á vegum UÍF velur úr innsendum tillögum og leggur fyrir stjórn sambandsins.

Öllum er heimil þátttaka.  Verðlaun fyrir vinningstillöguna eru 30.000 kr. 
                               

Athugasemdir

10.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst