Umferðamerkingar við stoppistöðvar skólarútu

Umferðamerkingar við stoppistöðvar skólarútu Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar 24. janúar s.l. var bókað meðal annars.

Fréttir

Umferðamerkingar við stoppistöðvar skólarútu

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar 24. janúar s.l. var bókað meðal annars.

2.  1301052 - Umferðamerkingar við stoppistöðvar skólarútu
Lagðar eru fram ákveðnar breytingar er varða stoppistöðvar skólarútu. Á Siglufirði er samkvæmt núverandi umferðarmerkingum bannað að leggja á austurkanti Hlíðarvegs frá Brekkugötu að Þormóðsgötu og á vesturkanti Vetrarbrautar frá Eyrargötu að Aðalgötu. Skólarútan stoppar við grunnskólann á Hlíðarvegi og grunnskólann við Vetrarbraut og er því lagt til að sett verði upp umferðarmerki á báðum þessum stöðum sem heimila stöðvun skólarútunnar. Einnig er lagt til að við íþróttamiðstöðina á Hvanneyrarbraut verði aflagt bílastæðið norðan við bílastæði fyrir hreyfihamlaða og þá verði sett upp umferðarmerki sem gefi til kynna að bannað sé að leggja nema fyrir skólarútu. Í Ólafsfirði er lagt til að akstursleið skólarútunnar verði frá Menntaskólanum eftir stíg að grunnskóla og bílastæði verði afmarkað fyrir framan skóla, vestan við nýbyggingu. Sett verði umferðarmerki á stíginn sem gefi til kynna að allur akstur sé bannaður nema skólabíll og reiðhjól.
 
Erindi samþykkt.


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst