Umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar

Umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar Umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar hefur gert samkomulag við starfsfólk Iðju á Siglufirði um að forrækta sumarblóm

Fréttir

Umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar

Árni Heiðar, Valur og Steini
Árni Heiðar, Valur og Steini

Umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar hefur gert samkomulag við starfsfólk Iðju á Siglufirði um að forrækta sumarblóm fyrir sveitarfélagið.

Ætlunin er að dreifsá og síðar að prikla, að prikla er að taka smáplöntu og setja eina í hvern pott, eftir það fara þær í gróðurhús í Ólafsfirði til frekari ræktunar.

Hugmyndin er að áframhald verði á þessu samstarfi og næsta verkefni verði að klippa græðlinga af völdum víðirunnum og fjölga þeim til að nota á opin svæði.

Á meðfylgjandi myndum eru annarsvegar Árni Heiðar, Valur og Steini að undirbúa bakka fyrir sáningu og á hinni eru Anna, Hrafnhildur og Kristrún að sá morgunfrú.

Anna, Hrafnhildur og Kristrún

Kveðja: Valur Þór Hilmarsson, Umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar

 


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst