Undirbúningur Síldarævintýris 2012

Undirbúningur Síldarævintýris 2012 Síldarævintýrisnefnd hefur unnið að undirbúningi hátíðarinnar frá því í upphafi árs, og styttist nú í að dagskráin

Fréttir

Undirbúningur Síldarævintýris 2012

Málverk eftir Sigurjón Jóhannsson, myndlistarmann
Málverk eftir Sigurjón Jóhannsson, myndlistarmann
Síldarævintýrisnefnd hefur unnið að undirbúningi hátíðarinnar frá því í upphafi árs, og styttist nú í að dagskráin verði fullmótuð. Síldarævintýrið sjálft stendur yfir dagana 3. - 5. ágúst, en Síldardagar frá 27. júlí - 3. ágúst.

Áætlað er að senda dagskrá í prentun í byrjun næstu viku og dreifa henni á öll heimili í Fjallabyggð í kjölfarið. Ef einstaklingar, fyrirtæki eða aðrir vilja koma á framfæri viðburðum á tímabilinu, og vekja athygli á þeim í dagskrá hátíðarinnar, er öllum velkomið að senda upplýsingar á netfangið: siglosild@gmail.com

Fram þarf að koma heiti viðburðar - tímasetning og staðsetning.

Texti: Aðsendur
Mynd: Sigurjón Jóhannsson myndlistarmaður


Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst