Undirbúningur í fullum gangi í Skarðsdalnum.

Undirbúningur í fullum gangi í Skarðsdalnum. Nú er unnið að fullu við undirbúning fyrir Páskahátíðina í Skarðsdalnum. Það þarf að flytja til

Fréttir

Undirbúningur í fullum gangi í Skarðsdalnum.


Nú er unnið að fullu við undirbúning fyrir Páskahátíðina í Skarðsdalnum.
Það þarf að flytja til töluvert magn af snjó, sem skiptir hundruðum tonna. Sækja þarf þennan snjó töluverða leið upp í gilin fyrir ofan Skíðaskálann. 


Á  Neðstasvæði og T-lyftusvæði eru svæðin orðin mjög góð, tilbúin fyrir þá fjölmörgu gesti sem munu leggja leið sína til Fjallabyggðar um páskana. Nægur snjór verður í öllum brekkum og á svæðinu verða Hólabraut, Bobbbraut, Palla, Giljabraut, Leikjabraut fyrir þá yngstu og margt fleira er í gangi í Skarðsdalnum. Til dæmis verður lifandi tónlist í Skíðaskálanum.  

Allar upplýsingar um viðburði og opnunartíma svæðisins er að finna á heimasíðunni frægu skard.fjallabyggd.is 

Sjáumst hress í Skarðinu eins og sagt er.




Myndir teknar 4. apríl  og 14. apríl 2011.


Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst