Uppfylling heldur áfram
sksiglo.is | Almennt | 08.04.2013 | 05:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 636 | Athugasemdir ( )
Bás ehf. hefur nú hafist handa aftur við uppfyllingu Hótel Sunnu en framkvæmdin stöðvaðist tímabundið vegna slæms aðgengis að námum og efni til fyllingarinnar.
Snjómagn orsakaði að ekki var hægt að halda áfram með uppfyllinguna í síðasta mánuði en nú hefur snjó leyst svo hægt er að komast að efninu aftur. Vegfarendur sem fara um Strákagöng verða varir við gröfuna frá Bás þar sem hún stendur í námunda við gangnamunnann að vestanverðu en vinnu við uppfyllinguna á að ljúka um næstu mánaðarmót.
Ljósmynd FYK
Athugasemdir