Upplestrar og prjónakvöld í Bókasafninu á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 07.12.2011 | 17:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 521 | Athugasemdir ( )
Fjölmennt prjónakvöld var í Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði í gærkvöldi. Rósa Bjarnadóttir, forstöðumaður bókasafnsins kom þessum skemmtilega viðburði á og er ljóst að konur hafa gaman að því að koma saman og njóta góðrar kvöldstundar.
Upplestur jólabóka hefur verið liður í dagskránni hjá þeim frá því í nóvember og í gærkvöldi voru þrír upplesarar konunum til mikillar ánægju.
Prjónakvöldin hafa verið haldin tvisvar í mánuði síðan í haust og fjölgar sífellt í hópnum. Þetta var síðasta prjónakvöldið á árinu en byrjar svo aftur á nýju ári.

Anita Elefsen las úr bók sr. Bjarna Þorsteinssonar

Rósa Bjarnadóttir las úr bókum um Elfríð eftir Helgu Erlu Erlendsdóttur og Myrknætti eftir Ragnar Jónasson

Þórarinn Hannesson las úr bók sinni 50 gamansögur frá Siglufirði







Texti og myndir: GJS
Upplestur jólabóka hefur verið liður í dagskránni hjá þeim frá því í nóvember og í gærkvöldi voru þrír upplesarar konunum til mikillar ánægju.
Prjónakvöldin hafa verið haldin tvisvar í mánuði síðan í haust og fjölgar sífellt í hópnum. Þetta var síðasta prjónakvöldið á árinu en byrjar svo aftur á nýju ári.
Anita Elefsen las úr bók sr. Bjarna Þorsteinssonar
Rósa Bjarnadóttir las úr bókum um Elfríð eftir Helgu Erlu Erlendsdóttur og Myrknætti eftir Ragnar Jónasson
Þórarinn Hannesson las úr bók sinni 50 gamansögur frá Siglufirði
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir