Upplestur í Ljóðasetrinu

Upplestur í Ljóðasetrinu Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Ari Trausti Guðmundsson, lásu úr verkum sínum á Ljóðasetrinu. Báðir eru þeir góð ljóðskáld og

Fréttir

Upplestur í Ljóðasetrinu

Ari Trausti Guðmundsson, les úr verkum sínum
Ari Trausti Guðmundsson, les úr verkum sínum

Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Ari Trausti Guðmundsson, lásu úr verkum sínum á Ljóðasetrinu. Báðir eru þeir góð ljóðskáld og Ragnar Ingi er flestum fróðari um kveðskap Íslandinga og hina ýmsu bragarhætti, enda skrifað doktorsritgerð í þeim fræðum. 

Þeir sem mættu og hlýddu á upplesturinn áttu góða stund með þessum fjölfróðu mönnum. Milli upplestra spilaði Þórarinn á gítar og söng m.a. lag sem hann samdi í tilefni dagsins við ljóð eftir Ara Trausta og svo lagið Pípan, sem hljómsveitin Sjöund gerði vinsælt fyrir nokkrum árum, en sá texti er eftir Ragnar Inga og heitir upphaflega Ástarljóð.



Ragnar Ingi Aðalsteinsson, les úr verkum sínum



Þórarinn Hannesson



Texti og myndir: GJS


Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst