Uppnuminn af Siglufirði
silfuregils.eyjan.is | Almennt | 28.02.2011 | 11:10 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 795 | Athugasemdir ( )
Við vorum á Siglufirðii í vikunni. Tókum efni í Kiljuna. Ég hef aldrei komið þangað áður, samt er ég ekki alveg sá miðbæjarmaður sem sumir virðast halda, ég hef komið í flest plássin á Íslandi.
En Siglufjörð átti ég eftir. Segi eins og er að ég er uppnuminn eftir að hafa komið þangað, segir Egill Helgason á silfuregils.eyjan .is.
Aðalgatan á Siglufirði var eitt sinn ein helsta gata á Íslandi, með samkomuhúsum, krám, verslunum, kvikmyndahúsi og iðandi mannlífi. Þarna var fólk frá ýmsum þjóðum og stundum svo mikil mannmergð að minnti á stórgötur í erlendum borgum.
Þetta var sérlega ánægjuleg ferð.Þarna er saga við hvert fótmál, hið stórkostlega Síldarminjasafn og skemmtilegir menn sem við hittum, ég nefni frumkvöðulinn Örlyg Kristfinnsson sem er allt í senn safnstjóri, myndlistarmaður og rithöfundur, Þórarinn Hannesson í Ljóðasetrinu og svo Pál Helgason sem er hagmæltur, fróður og sérlega gamansamur.
Athugasemdir