Uppnuminn af Siglufirði

Uppnuminn af Siglufirði Við vorum á Siglufirðii í vikunni. Tókum efni í Kiljuna. Ég hef aldrei komið þangað áður, samt er ég ekki alveg sá

Fréttir

Uppnuminn af Siglufirði

Egill Helgason. Mynd af vef eyjan.is
Egill Helgason. Mynd af vef eyjan.is

Við vorum á Siglufirðii í vikunni. Tókum efni í Kiljuna. Ég hef aldrei komið þangað áður, samt er ég ekki alveg sá miðbæjarmaður sem sumir virðast halda, ég hef komið í flest plássin á Íslandi. 

En Siglufjörð átti ég eftir. Segi eins og er að ég er uppnuminn eftir að hafa komið þangað, segir Egill Helgason á silfuregils.eyjan .is.

Og hann heldur áfram. Þetta er merkilegur bær, með stórbrotna sögu og bæjarmyndin er sérstök, maður skynjar að þarna var eitt sinn mikið líf, mikil umsvif.

Aðalgatan á Siglufirði var eitt sinn ein helsta gata á Íslandi, með samkomuhúsum, krám, verslunum, kvikmyndahúsi og iðandi mannlífi. Þarna var fólk frá ýmsum þjóðum og stundum svo mikil mannmergð að minnti á stórgötur í erlendum borgum.

Þetta var sérlega ánægjuleg ferð.Þarna er saga við hvert fótmál, hið stórkostlega Síldarminjasafn og skemmtilegir menn sem við hittum, ég nefni frumkvöðulinn Örlyg Kristfinnsson sem er allt í senn safnstjóri, myndlistarmaður og rithöfundur, Þórarinn Hannesson í Ljóðasetrinu og svo Pál Helgason sem er hagmæltur, fróður og sérlega gamansamur.

Athugasemdir

12.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst