Heimsókn tveggja utanríkisráðherra

Heimsókn tveggja utanríkisráðherra Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs kom í gær í heimsókn á Síldarminjasafnið í boði íslenska

Fréttir

Heimsókn tveggja utanríkisráðherra

Össur Skarphéðinsson, Sturlaugur á harmoniku og Jonas Gahr Störe
Össur Skarphéðinsson, Sturlaugur á harmoniku og Jonas Gahr Störe

Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs kom í gær í heimsókn á Síldarminjasafnið í boði íslenska utanríkisráðuneytisins. Í för með hinum virðulega gesti var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt fríðu föruneyti.

Öll safnhúsin voru skoðuð og snerist kynningin um það að Siglufjörður hafi um skeið verið hálfnorskur bær og hve áhrif Norðmanna í upphafi síldarævintýris Íslendinga hafi verið mikilvæg fyrir land og þjóð.

Boðið var upp á einfaldar veitingar og harmonikuspil og virtust gestirnir kunna vel að meta það sem fyrir augu og eyru bar. Að lokum var ráðherrum og norska sendiherranum í Reykjavík afhent að gjöf hin nýja bók Síldarminjasafnsins, Saga úr síldarfirði, en þar koma norskir síldarsjómenn mjög við sögu.

Mikill viðbúnaður var í kringum heimsóknina, tveir  lögreglubílar með blikkandi ljósum óku í bak og fyrir með gestunum og öryggisverðir höfðu gát á öllum aðstæðum.

Starfsfólk Síldarminjasafnsins vill koma á framfæri þökkum fyrir þá virðingu sem safninu er sýnd með þessari heimsókn.
































Frétt af vef Síldarminjasafnsins – www.sild.is

Ljósmyndir: GJS




Athugasemdir

06.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst