Heimsókn tveggja utanríkisráðherra
Jonas
Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs kom í gær í heimsókn á
Síldarminjasafnið í boði íslenska utanríkisráðuneytisins. Í för með
hinum virðulega gesti var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt
fríðu föruneyti.
Boðið var upp á einfaldar veitingar og harmonikuspil og virtust gestirnir kunna vel að meta það sem fyrir augu og eyru bar. Að lokum var ráðherrum og norska sendiherranum í Reykjavík afhent að gjöf hin nýja bók Síldarminjasafnsins, Saga úr síldarfirði, en þar koma norskir síldarsjómenn mjög við sögu.
Mikill viðbúnaður var í kringum heimsóknina, tveir lögreglubílar með blikkandi ljósum óku í bak og fyrir með gestunum og öryggisverðir höfðu gát á öllum aðstæðum.
Starfsfólk Síldarminjasafnsins vill koma á framfæri þökkum fyrir þá virðingu sem safninu er sýnd með þessari heimsókn.
Frétt af vef Síldarminjasafnsins – www.sild.is
Athugasemdir