Vagna skýlið við leikskólann
sksiglo.is | Almennt | 10.10.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 599 | Athugasemdir ( )
Starfsmenn Berg ehf. eru í óða önn að setja upp vagna skýli (og hugsanlega búnir að smíða skýlið þegar þessi frétt birtist) fyrir yngstu börninsem eru á leikskólanum á Siglufirði.
Árgangur 2012 sem var að byrja í leikskólanum í haust er mjög
stór árgangur og kerrurnar og vagnarnir sem fylgja unga fólkinu því álíka jafn margir og börnin, eitthvað um og yfir 20
börn.
Ef sjónvarpsdagskráin breytist ekki til batnaðar og árgangarnir halda
áfram að verða svona stórir þá er ekki langt í að þurfi að byggja við leikskólann sem er hið allra bezta mál.
Ég var að ræða við ágætan mann þegar ég var staddur
fyrir sunnan fyrir nokkru og barneignir á Siglufirði bárust í tal þá spurði hann " nást engar sjónvarps útsendingar þarna á
Siglufirði??". Sem mér fannst nú ansi hreint skemmtilegt viðhorf og pælingar. Ég svaraði honum nú reyndar einhvernveginn svona "jújú
þetta gerist líklega að meztu leyti þegar 10 fréttirnar eru, það má segja að það sé endurtekið efni sem fólk á
bezta aldri nennir ekki að horfa á".
En þetta er allt eins og það á að vera, fullt af hressum og skemmtilegum
börnum, það er ekki hægt að biðja um meiri gleði en það? Ég held allavega ekki.








Athugasemdir