Vandamál vegna forverðmerkinga

Vandamál vegna forverðmerkinga Þann 1. mars síðastliðinn tóku gildi breytingar á verðmerkingum á ýmsum kjötvörum í matvöruverslunum sem fólust í

Fréttir

Vandamál vegna forverðmerkinga

Friðfinnur Hauksson  verslunarstjóri. Ljósm. H.S.Myndin tengist ekki fréttinni.
Friðfinnur Hauksson verslunarstjóri. Ljósm. H.S.Myndin tengist ekki fréttinni.

Þann 1. mars síðastliðinn tóku gildi breytingar á verðmerkingum á ýmsum kjötvörum í matvöruverslunum sem fólust í því að kjötvinnslufyrirtæki hætta að forverðmerkja fyrir matvöruverslanir, pakkningar í staðlaðri þyngd, þ.á.m flestar tegundir af pylsur, tilbúnum réttum og flestar áleggstegundir.

Þann 1. júní n.k. mun hið sama gilda um kjötvörur sem ekki eru í staðlaðri þyngd, s.s. lambalæri, kjúklingabringur í bakka og fleira. Frá þessu tímamarki mun forverðmerking kjötvara því heyra sögunni til að mestu leyti.

Ófullnægjandi verðmerkingar víða.
Á heimasíðu Neytendasamtakanna segir að þessar breytingar hafi lengi legið ljósar fyrir og öllum verslunum verið kunnugt um þær. Það vekur því furðu Neytendasamtakanna hvernig staðið er að málum í sumum verslunum, en samtökunum hafa borist mjög margar kvartanir um að verðmerkingar séu ófullnægjandi í mörgum verslunum. Jafnvel svo útilokað er fyrir neytandann að átta sig á endanlegu söluverði fyrr en komið er á afgreiðslukassa. Slíkt er að sjálfsögðu brot á reglum um verðmerkingar og algerlega óásættanlegt.

Athugasemdir

10.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst