Þuríður Sigurðardóttir og Vanir Menn í Bátahúsinu

Þuríður Sigurðardóttir og Vanir Menn í Bátahúsinu Haraldur Gunnar Hjálmarsson, Magnús Guðbrandsson, Leó Ólason og Birgir Ingimarsson sem saman skipa

Fréttir

Þuríður Sigurðardóttir og Vanir Menn í Bátahúsinu

Hljómsveitin um borð í Tý-SK-33
Hljómsveitin um borð í Tý-SK-33
Haraldur Gunnar Hjálmarsson, Magnús Guðbrandsson, Leó Ólason og Birgir Ingimarsson sem saman skipa hljómsveitina Vanir menn spiluðu í Bátahúsinu á Föstudaginn langa undir söng Þuríðar Sigurðardóttur stórsöngkonu.

Harald Gunnar, eða Halla Gunna þekkja flestir Siglfirðingar, en hann er sonur Höllu Haraldsdóttur listakonu og Hjálmars Stefánssonar. Hin landskunna söngkona Þuríður Sigurðardóttir heldur um þessar mundir upp á 45 ára tónlistarferil sinn. Hún er einnig tengd Siglufirði, en föðurbróðir hennar, Jónatan Ólafsson bjó lengi á Siglufirði og samdi þar mörg landsþekkt lög. Þuríður flutti meðal annars lög eftir föðurbróður sinn ásamt fjölmörgum fallegum dægurlagaperlum sem lifað hafa með þjóðinni um árabil. Tónleikarnir voru í alla staði vel heppnaðir og fjölmennir en forsala aðgöngumiða gekk svo vel að ekki voru seldir miðar við innganginn og þurfti fjöldi manns frá að hverfa sem ekki hafði tryggt sér miða. Alls voru 250 tónleikagestir í Bátahúsinu þetta kvöld og bryggjurnar því þétt setnar.



Róbert, Björn, Ævar, og Guðbjörn



Tónleikagestir



Hljómsveitin



Tónleikagestir



Bakarameistarinn Jakob Kárason Ljósm. GJS

 Fleiri myndir HÉR


















Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst