Varað við grjóthruni á Siglufjarðarvegi
Mbl.is | Almennt | 24.02.2011 | 11:10 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 245 | Athugasemdir ( )
Að sögn Vegagerðarinnar er hálka,hálkublettir og sjókoma á Norðurlandi vestra.
Þá er varað við grjóthruni og þoku á Siglufjarðarvegi. Eru vegfarendur beðnir um að aka með gát.
Á Vestfjörðum er snjóþekja og skafrenningur á heiðum en hálkublettir á láglendi.
Það er víða hálka eða snjóþekja, þó aðallega á heiðum, á Vesturlandi.
Vegir eru greiðfærir á Suður- og Suðausturlandi.
Á Austurlandi eru hálkublettir á Breiðdalsheiði en annars greiðfært.
Á Norðausturlandi eru einhverjir hálkublettir.
Athugasemdir