Varðskipið Þór afhent Landhelgisgæslu Íslands

Varðskipið Þór afhent Landhelgisgæslu Íslands Varðskipið Þór var afhent Landhelgisgæslu Íslands við hátíðlega athöfn í dag kl. 11:45 að staðartíma (kl.

Fréttir

Varðskipið Þór afhent Landhelgisgæslu Íslands

Varðskipið Þór
Varðskipið Þór
Varðskipið Þór var afhent Landhelgisgæslu Íslands við hátíðlega athöfn í dag kl. 11:45 að staðartíma (kl. 14:45 að íslenskum tíma) í Asmar skipasmíðastöð sjóhersins í Chile.

 

Viðstödd athöfnina voru Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar sem veitti skipinu viðtöku og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu.  Við athöfnina flutti Georg Kr. Lárusson ávarp þar sem hann ræddi þann mikilvæga áfanga sem náðst hefur með smíði varðskipsins.

Rear Admiral Andrés Fonzo forstjóri Asmar skipasmíðastöðvarinnar afhenti Landhelgisgæslunni formlega varðskipið Þór og gengu að því loknu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra og áhöfn um borð í skipið. Staðinn var heiðursvörður og dró skipherra íslenska fánann að húni undir íslenska þjóðsöngnum.

Texti og mynd: Frétt frá Landhelgisgæslu


Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst