Veðurtepptur kennari fyrir norðan
sksiglo.is | Almennt | 30.11.2011 | 13:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 667 | Athugasemdir ( )
Eins og flestir vita var óveður og ófærð víða norðan heiða í gær. Einn þeirra sem þá var veðurtepptur heima
hjá sér í var Óliver Hilmarsson, kennari við Menntaskólann á Tröllaskaga.
Hann hins vegar lét ófærðina ekki á sig fá heldur greip til sinna ráða og kenndi "Inngang að náttúruvísindum" í gegnum Skype. Óliver sat sem sagt heima hjá sér í Skíðadal og útskýrði landrekskenninguna í máli og myndum fyrir nemendur í skólastofunni í Ólafsfirði.
Það er því spurning um hvort að dagar þess að skólahald falli niður á Íslandi vegna óveðurs og ófærðar heyri sögunni til.
http://www.n4.is/news/vedurtepptur-kennari-fyrir-nordan-kennir-frekar-a-skype-en-ad-fella-nidur-tima/
Hann hins vegar lét ófærðina ekki á sig fá heldur greip til sinna ráða og kenndi "Inngang að náttúruvísindum" í gegnum Skype. Óliver sat sem sagt heima hjá sér í Skíðadal og útskýrði landrekskenninguna í máli og myndum fyrir nemendur í skólastofunni í Ólafsfirði.
Það er því spurning um hvort að dagar þess að skólahald falli niður á Íslandi vegna óveðurs og ófærðar heyri sögunni til.
http://www.n4.is/news/vedurtepptur-kennari-fyrir-nordan-kennir-frekar-a-skype-en-ad-fella-nidur-tima/
Athugasemdir