Veðurteppt í nótt í Staðarskála.

Veðurteppt í nótt í Staðarskála. Margir voru veðurtepptir í Staðarskála í nótt, þar á meðal hátt í sjötíu unglingar. Fólkið gat haldið för sinni

Fréttir

Veðurteppt í nótt í Staðarskála.

Hátt í sjötíu unglingar voru verðurtepptir í Staðarskála í nótt. Mynd fengin á vef ruv.is
Hátt í sjötíu unglingar voru verðurtepptir í Staðarskála í nótt. Mynd fengin á vef ruv.is

Margir voru veðurtepptir í Staðarskála í nótt, þar á meðal hátt í sjötíu unglingar. Fólkið gat haldið för sinni áfram á sjöunda tímanum í morgun. Þá voru aðstæður í Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði orðnar það góðar að óhætt þótti að hleypa umferð aftur á vegina. Enn er hvasst á þessum slóðum og hálka á vegum.


Kristinn Guðmundsson, stöðvarstjóri í Staðarskála, segir allt hafa gengið vel. „Í nótt voru í skálanum um sextíu, sjötíu unglingar sem voru að koma frá Akureyri og voru greinilega á söngvakeppninni,“ segir Kristinn.  Hann segir að þeir hafi hagað sér vel, setið við borðin og spilað. Sumir hafi sofnað á gólfinu. „Það var mjög létt og gott hljóð í þeim, alveg undarlegt miðað við aðstæður,“ segir Kristinn.

Verst var veðrið á sunnan- og vestanverðu landinu í gærdag. Veður versnaði norðan til á landinu í gærkvöldi. Á Akureyri var nokkuð um útköll vegna foks kringum miðnætti. Þar fuku plötur sem hafði verið staflað upp á byggingasvæði, en einnig trampólín sem Akureyringar í vorhug höfðu sett út í garð en tókst síðan á loft þegar hvessti mjög í bænum.


Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst