Veðurteppt í nótt í Staðarskála.
Kristinn Guðmundsson, stöðvarstjóri í Staðarskála, segir allt hafa gengið vel. „Í nótt voru í skálanum um sextíu, sjötíu unglingar sem voru að koma frá Akureyri og voru greinilega á söngvakeppninni,“ segir Kristinn. Hann segir að þeir hafi hagað sér vel, setið við borðin og spilað. Sumir hafi sofnað á gólfinu. „Það var mjög létt og gott hljóð í þeim, alveg undarlegt miðað við aðstæður,“ segir Kristinn.
Verst var veðrið á sunnan- og vestanverðu landinu í gærdag. Veður versnaði norðan til á landinu í gærkvöldi. Á Akureyri var nokkuð um útköll vegna foks kringum miðnætti. Þar fuku plötur sem hafði verið staflað upp á byggingasvæði, en einnig trampólín sem Akureyringar í vorhug höfðu sett út í garð en tókst síðan á loft þegar hvessti mjög í bænum.
Athugasemdir