Veđurtepptur fréttamađur í Smáralind
Sérkennilegt var um að litast í Smáralind í gær og gaf það glögglega til kynna að borgarbörnin væru hugsanlega búin að gleyma því hvernig óveðrin geta verið. Fjöldi búða voru lokaðar og aðeins einn og einn eldhugi á vappi um ganga þess sem minnti helst á yfirgefna verslunarmiðstöð úr kvikmynd um uppvakninga.
Fréttamaður Sigló.is þurfti að sætta sig við að komast ekki norður samkvæmt áætlun vegna vonskuveður sem lokaði vegakerfinu þvers og kruss um Reykjavík. Snjótennur enda orðnar fátíðar í borginni og nagladekk eitthvað sem lifir bara í goðsögnum eldri kynslóðanna.
Var þá brugðið á það ráð að fara í Smáralindina með ungviðið. Auðvita er hægt að drepa tímann í skemmtigarðinum en fréttamaður gerði þó ekki ráð fyrir að ganga þar að lokuðum dyrum. Sem betur fer var Smárabíó þó opið og hægt var að halda þangað á tveggja manna sýningu um baráttu milli gullfiska og hákarla. Ætli borgarbúum hafi liðið þannig þegar þeir litu út um gluggann í morgun?
Gínurnar virtust þó tilbúnar í átökin.
Einmanna rötuðu báðir viðskiptavinir Smáralindar inn á ganga Hagkaupa í leit að æti.
Athugasemdir