Vef-myndavélin góða
Þar sem vefmyndavélin hjá Siglo.is er úr leik í smá stund sökum viðhalds og lagfæringa ákváðum við Gulli Stebbi sem reyndar líka vill titla sig útvarpsstjóra að taka smá yfirlits myndband fyrir ykkur.
Þar kemur svona það einna helsta fyrir sem rætt er í bænum akkúrat þessa stundina. Gulli átti erfitt að vera kyrr og halda sér í fókus, en það verður að viðurkennast að hann á framtíðina fyrir sér í vef-sjónvarpi.
Ég held hins vegar að ég persónulega eigi miklu meiri framtíð fyrir mér í vef-sjónvarpi, en það er aðalega af því ég er svo fallegur með allt skeggið mitt. Kanski kemur það seinna. (Það eru svo líklega tvö "N" í kannski, ekki eitt eins og stendur hér framar).
Endilega skoðið myndbandið
Góðar stundir.
Athugasemdir