Vel lukkað jólahlaðborð á Allanum
sksiglo.is | Almennt | 06.12.2010 | 06:31 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 1194 | Athugasemdir ( )
Húsfylli var á jólahlaðborði Allans síðastliðið laugardagskvöld og voru veislugestir hinir ánægðustu. Maddý sá um veislustjórn, Helga Braga skemmti gestum og maturinn var frábær.
Setið var í hverju sæti á Allanum síðastliðið laugardagskvöld þegar jólahlaðborðið fór fram. Kræsingarnar voru hinar glæsilegustu og veislugestir lofuðu góðum matnum. Mikið fjör var á fólki og allt ætlaði um koll að keira þegar Helga Braga steig á stokk.
Athugasemdir