Verðlaun veitt í ljóðasamkeppni Glóðar

Verðlaun veitt í ljóðasamkeppni Glóðar Ljóðahátíðin Glóð hefur verið haldin á hverju hausti í Fjallabyggð síðan 2007. Markmið hátíðarinnar er að kynna

Fréttir

Verðlaun veitt í ljóðasamkeppni Glóðar

Verðlaun veitt í ljóðasamkeppni Glóðar

 

Ljóðahátíðin Glóð hefur verið haldin á hverju hausti í Fjallabyggð síðan 2007.

 

Markmið hátíðarinnar er að kynna íbúum sveitarfélagsins fremstu ljóðskáld landsins, að gefa skáldum, hagyrðingum og öðrum listamönnum sveitarfélagsins tækifæri til að koma fram og koma sínum verkum á framfæri  og ekki síst að virkja börn og unglinga til góðra ljóðaverka. 

 

Ljóðasamkeppni hefur verið einn liður í ljóðahátíðinni allt frá árinu 2008. Er sú samkeppni milli nemenda elstu bekkja grunnskóla sveitarfélagsins.

 

Samkeppnin fer þannig fram að nemendur koma í eina kennslustund í sal Ráðhússins og yrkja þar út frá málverkum úr listaverkasafni Fjallabyggðar, listaverkin eru valin sérstaklega hvert ár.

 

Á hverju ári hafa þrjú bestu ljóðin verið verðlaunuð en í ár voru þau fjögur þar sem dómnefnd gat ekki gert upp á milli þeirra fjögurra sem best þóttu. Höfundar þeirra ljóða sem þóttu skara fram úr voru verðlaunaðir í dag í Ljóðasetrinu.

 

Höfundarnir reyndust vera þær Aníta Ósk Logadóttir og Klara Rut Gestsdóttir úr 8. bekk og Lára Þorsteinsdóttir Roelfs og Páll Helgi Baldvinsson í 9. bekk. Er þetta aðeins í annað sinn sem drengur er verðlaunaður fyrir ljóðagerð í samkeppninni þessi ár en 17 stúlkur hafa hlotið viðurkenningar fyrir ljóðasmíðar sínar.

 

Að lokinni þeirri athöfn var farið yfir í Samkaup/Úrval þar sem búið er að koma upp ljóðasýningu þar sem til sýnis eru ljóð í þessari samkeppni frá árunum: 2009, 2010 og 2013. Eru þetta nær 200 ljóð og vísur eftir ungmenni í Fjallabyggð.  

Það eru Umf Glói og Ljóðasetur Íslands sem standa að ljóðahátíðinni Glóð og hafa ýmis af fremstu ljóðskáldum landsins komið þar fram.

 

Má þar m.a. nefna: Þórarin Eldjárn, Sigurbjörgu Þrastardóttur, Einar Má Guðmundsson, Ingunni Snædal, Ara Trausta Guðmundsson og Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Tónlistarmenn og leikarar hafa einnig komið fram á hátíðinni og fjöldi heimamanna.

 

Hátíðin í ár er styrkt af Menningarráði Eyþings, Sparisjóði Siglufjarðar og Fjallabyggð

 

GlóðÞórarinn að útskýra fyrir gestum hvernig leikreglur voru í sambandi við ljóðasamkeppnina og aðrar upplýsingar sem tengdust ljóðunum. Svo voru bestu ljóðin að mati dómnefndar lesin upp.

 

Glóð

 

GlóðKlara Rut Gestsdóttir að taka við verlaunum sem voru veitt fyrir eitt af fjórum bestu ljóðunum.

 

GlóðPáll Helgi Baldvinsson tekur við verðlaunum sem hann fékk fyrir að eiga eitt af fjórum bestu ljóðum samkeppninnar.

 

GlóðKlara, Þórarinn og Páll

 

GlóðSvo var haldið í Samkaup úrval þar sem öll ljóðin og ljóð undanfarinna ára hanga uppi.

 

GlóðÞað er mjög gaman að skoða ljóðin sem ungu skáldin yrkja.

 

Glóð

 

Glóð

 

Texti við frétt. Þórarinn Hannesson
Myndir við frétt. Jón Hrólfur Baldursson 


Athugasemdir

01.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst