Verið að landa í Siglufjarðarhöfn
sksiglo.is | Almennt | 18.10.2011 | 12:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 431 | Athugasemdir ( )
Mikið var að gera við höfnina á Siglufirði í gær, verið var að landa rækju úr þremur skipum og bolfiski úr Örvari SH-777. Bræla var á miðunum en skipin fóru að tínast út með kvöldinu.
Múlaberg SI-22 landaði 13 tonnum af rækju og 11 tonnum af bolfiski. Siglunes SI-70, 11 tonnum af rækju. Sigurborg SH-12, 13 tonnum af rækju og 5 tonnum af bolfiski. Örvari SH-777 landaði 32 tonnum af þorski sem fór í flutningabíla sem var ekið með á Snæfellsnesið.

Örvar SH-777








Vélstjórinn á Siglunesi SI-70. Óli Siggi
Texti og myndir: GJS
Múlaberg SI-22 landaði 13 tonnum af rækju og 11 tonnum af bolfiski. Siglunes SI-70, 11 tonnum af rækju. Sigurborg SH-12, 13 tonnum af rækju og 5 tonnum af bolfiski. Örvari SH-777 landaði 32 tonnum af þorski sem fór í flutningabíla sem var ekið með á Snæfellsnesið.
Örvar SH-777
Vélstjórinn á Siglunesi SI-70. Óli Siggi
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir